Seven (1995)

November 18, 2013 § Leave a comment

Seven

* * * *

Hann segir:

Seven er að mínu mati sennilega ein best heppnaða spennumynd allra tíma, leikstýrð af David Fincher sem hafði á þessum tíma helst unnið við það að leikstýra auglýsingum og myndböndum fyrir Sigurjón Sighvats hjá Propoganda Films en hafði þó fengið tækifæri þegar hann fékk að leikstýra ekki ómerkari mynd en Alien 3 sem varð frekar misheppnuð þó svo að hugmyndin væri góð, ég las svo einhversstaðar að hann hefði fengið littlu að ráða með endanlega útkomu myndarinnar. Í Seven fáum við að kynnast einum skemmtilegasta raðmorðingja kvikmyndanna en Keven Spacey leikur hann með miklum ágætum en þeir Brad Pitt og Morgan Freeman eru lögreglumennirnir sem fást við málið. Seven er kvikmynduð á litaða filmu sem varð og er eitt af stíleinkennum Fincher en einnig ákvað hann að í myndinni væri stöðug rigning sem hann kannski stal frá Ridley Scott úr Blade Runner, en ætli Scott hafi þá ekki verið að stæla einhvern gamlan meistara, Kirosawa kannski. En rigningin myndar skemmtilega stemmingu í myndinni en þeir félagar Pitt og Freeman þurfa að leysa alveg einstaklega ljót og hugmyndarík morð sem snaróður Spacey leggur upp með höfuðsyndirnar sjö í huga. Endir myndarinnar var algjört meistaraverk en ég er ennþá að leita af eintaki sem inniheldur hinn endin sem Fincher gaf út og mun finna það á endanum.

Clerks(1994)

November 18, 2013 § Leave a comment

Clerks

* * * *

Hann segir:

Þetta er fyrsta mynd Keven Smith sem hann bæði leikstýrði og skrifaði  (hann gerir það reyndar að ég held með allar sínar myndir) þetta verður að teljast með betri fyrstu myndum kvikmyndagerðarmanns. Þetta er alveg óborganleg samtalsmynd vegna þess að hún byggir algjörlega á samtölum tveggja gaura sem vinna í smávörubúð í New Jersey í Bandaríkjunum sem tala um bókstaflega allt milli himins og jarðar, kynlíf,kvikmyndir (mest um stjörnu stríð) og daginn og veginn. Clerks verður aldrei leiðinleg eða langdregin þrátt fyrir kannski litlaust innihald vegna þess að handritið er gætt lífi og eins eru aukapersónur myndarinnar mjög skemmtilegar en þar á meðal eru Silent Bob og kjaftfor vinur hans. Myndin er mikil stúdía á hversdagsleikann og nær Smith að fanga hið daglega líf vel á filmu en til þess að notar hann m.a. svarthvíta filmu og óþekkta og óreynda leikara sem skila sínu með miklum glæsibrag. Þessi ræma kostaði brot af því sem hún tók inn í miðasölunni og var byrjun á glæstum ferli Smith, þetta er nú reyndar eina myndin hans sem nær til mín og hingað á Bíóspjall en hinar voru fínar og vel þess virði að kíkja á m.a framhaldið Clerks II (2006) Ég er samt engin aðdáandi.

Silence of the Lambs (1991)

November 15, 2013 § Leave a comment

Silence

* * * *

Hann segir:

Hér kynnumst við einum skemmtilegasta fjöldamorðingja kvikmyndanna Dr.Hannibal Lecter. Ég hafði lesið bókinna Red Dragon (2002) áður en þar kemur hann fyrst við sögu og var gerð kvikmynd eftir að þessi sló í gegn. Anthony Hopkins túlkar doktorinn og er alveg yndislegur eins og alþjóð veit. En hér fáum við að kynnast gáfuðum morðingja sem kannski hafði ekki verið svo mikið áður en franska myndin Eyes without a Face (1960) kynnir til sögunnar gáfaðan lækni sem gerir tilraunir með andlits flutninga á listilegan hátt og hefur verið margoft höfð til samanburðar við seinnitíma hrollvekjur. Í Silence of the Lambs kynnumst við einnig öðrum morðingja sem skinnflettir konur (ekki svo ósvipað og læknirinn í frönsku myndinni) til þess að hanna kvenlíkama sem hann ætlar síðan að klæðast. Dr.Lecter er ráðgjafi í málinu gegn því að hann fái að vita um fortíð Jodie Foster sem leikur lögreglukona frá FBI sem vinnur að lausn málsins. Myndinn er einkar vel heppnuð og mörg listilega útfærð skot og senur. Hún hlaut öll aðal verðlaun á óskarshátíðinni  fyrir leikstjórn,mynd,bestu leikkonu,besti leikari og handrit. Seinna var framhald gert sem fjallaði um Hannibal Lecter sem hét einfaldlega Hannibal (2001) en var einstaklega slök.

Little Miss Sunshine (2006)

November 14, 2013 § Leave a comment

little

* * * *

Hann segir:

Hérna er á ferðinni lítill demantur um mannlega bresti og mikinn húmor þetta er ekta vegamynd um ferðalag fjölskyldu á gulum Volkswagon station. í honum er eiginkonan, misheppnaður eiginmaður, samkynhneigður bróðir, þunglyndur sonur, hreinskilinn afi og svo yndisleg dóttir en saman mynda þau einstakan hóp sem fara saman í ferðalag þar sem yngsta dótturinn fær boð um og ætlar að taka þátt í fegurðarsamkeppni stúlkna. Eftir ýmsar uppákomur þar sem þau þurfa m.a. að koma líki undan bíllinn bilar (en kemst í gang aftur ef honum er ýtt áfram) þau koma loksins of seint í keppnina en allt gengur þetta nú upp. Eins og ég sagði þá er þetta einstök upplifun og gott að horfa á til þess að létta lífið.

The Godfather Part II (1974)

November 14, 2013 § Leave a comment

The god 2

* * * *

Hann segir:

 Í Mynd nr.2 er farið betur í sögu Corelone ættarinnar og gerist í í raun á tveimur tímaskeiðum á undan fyrstu myndinni og svo á eftir henni þ.e.a.s. við fylgjum sögu Michael Corelone eftir og samtímis er fylgt eftir sögu afa hans Vito Corelone sem leikin er af Robert De Niro sem flýr frá Sikiley til New York þar sem hann stofnar Corelone samtökin. Þetta er epísk gangstermynd og fannst mörgum gagnrýnendum hún vera betri en fyrirrennarinn og hlaut hún m.a. óskarsverðlaun sem besta myndin sem var einstakt þar sem um var að ræða mynd nr.2 hún hlaut fjöldann allan af öðrum tilnefningum. Part II er mikil kvikmyndaupplifun en The Godfather Part III sem kom út 1990 fannst mér mun lakari en þessar tvær.

The Godfather (1972)

November 13, 2013 § Leave a comment

The god

* * * *

Hann segir:

Með The Godfather stimplaði Francis Ford Coppola sig rækilega inn sem kvikmyndahöfundur. Eftir að hafa leikstýrt minni myndum, skrifað nokkur góð handrit og unnið að framleiðslu kvikmynda kom þetta meistaraverk. Á sama áratug koma svo fram aðrir sterkir kvikmyndaleikstjórar/höfundar eins og Lucas,Spielberg ofl og ofl. Hollywood hafði verið í lægð fyrir 1967 ekkert var að virka og stórtöp á kvikmyndum daglegt brauð en það árið kom Bonnie and Clyde sem er að finna á Bíóspjalli sem var í raun upphafið að nýju blómaskeiði á þeim bænum. En allavega þá setti The Godfather ný viðmið í þá tegund glæpamynda sem er í „gangster“ flokknum hún var gríðarlega vönduð, góð myndataka, trúverðug samtöl og raunveruleg sviðsetning og það besta gott handrit gert eftir sögu Mario Puzo. Sagan fjallar um Corleone fjölskylduna í New York og gerist á árunum 1945-1955 og fjallar um ris Michael Corleone sem Al Pacino leikur frá saklausum fyrirverandi hermanni til miskunarlauss foringja fjölskyldunnar. Marlon Brando leikur föður hans og hlaut Óskarinn fyrir en myndin hlaut einnig óskar fyrir bestu myndina. Í myndinni eru fjöldi eftirminnilegra atriða sem hafa verið margstæld af öðrum kvikmyndagerðamönnum þarna er einnig að finna margar íkonískar myndir gangstermyndarinnar eins og fjölskyldan,brúðkaup ,klæðaburður ofl.

Argo (2012)

November 13, 2013 § Leave a comment

Argo

* * *

Hann segir:

Argo er mynd nr.3 hjá Affleck og allar hafa þær skorað yfir 90% á vefsíðunni rottentomatoes.com

sem er náttúrlega mjög góður árangur hjá svo ungum leikstjóra með sína þriðju mynd. Argo

framleiðir Affleck einnig ásamt m.a. vini sínum Georg Clooney og saman hlutu þeir fjölda viðurkenninga og verðlaun fyrir þessa kvikmynd m.a. óskars verðlaun sem besta mynd þar á meðal. Myndin er byggð á „sannsögulegum“ atburðum eða allvega eins og Hollywood vil sjá þá því ein helsta gagnrýninn sem myndin fékk var að vera ekki alveg nógu sannsögul. En hvað um það Argo er hin fínasta afþreying  þótt mér persónulega hafi þótt myndir hans nr.1 og 2 vera betri. Affleck er hér aftur í aðalhlutverki og leikur leyniþjónustumann frá CIA sem sendur er til Írans árið 1979 að bjarga nokkrum bandarískum ríkisborgurum en þar ríkir bylting og klerkastjórn að taka völdin,  búið er að hertaka sendiráð bandaríkjanna en nokkrum bandarískum starfsmönnum tekst að komast undan og leita skjóls í sendiráði Kanadamanna. Nú hefst lygileg atburðarrás en Affleck lætur eins og hann sé að taka upp kvikmynd í Íran og starfsmennirnir séu hans kvikmyndatökulið þeim tekst síðan að flýja landið og allt endar þetta nú vel. Myndin hélt fínum dampi og var hin ágætasta skemmtun.

Follow

Get every new post delivered to your Inbox.